Góður leiðtogi er í góðum tengslum við fólkið sitt. Hann skapar umhverfið og byggir upp traust.
Það var glatt á hjalla á stjórnendadegi Samkaupa.
Það var glatt á hjalla á stjórnendadegi Samkaupa. — Ljósmynd/Aðsend

Samkaup reka 60 verslanir í landinu undir vörumerkjunum Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland. Starfsfólk okkar er 1.500 talsins í 700 stöðugildum og er aldurinn frá 13 ára til 76 ára. Um 25% starfsmanna eru með annað móðurmál en íslensku og koma frá 30 mismunandi löndum,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa, spurð út í umfang vinnunnar.

Stærsta verkefni Gunnar er að vera leiðtogi fyrir starfsfólkið sitt. „Fyrir þau sem drífa verslanir okkar áfram og þau sem hlúa að mannauðinum. Síðan leitast ég við að vera stuðningur við samfélagið og að vera með fókusinn minn á umhverfismálum.“

Stefna Samkaupa í mannauðsmálum er að vera góður vinnustaður fyrir starfsfólkið daglega og að setja það í fyrsta sæti. „Við viljum vera eftirsóknarverður vinnustaður fyrir þá sem eru

...