Fimmtán þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um Tröllaskagagöng milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Hjá Vegagerðinni hefur verið til skoðunar að grafa jarðgöng undir Öxnadalsheiði

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Fimmtán þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um Tröllaskagagöng milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar.

Hjá Vegagerðinni hefur verið til skoðunar að grafa jarðgöng undir Öxnadalsheiði. Sú framkvæmd verður væntanlega ekki að veruleika í bráð því hún er 10. í röðinni á lista yfir forgangsröðun jargangaframkvæmda til næstu 30 ára.

Tröllaskaginn er fjöllóttur og ná margir tindar yfir 1.200 metra yfir sjávarmál og nokkrir yfir 1.400 metra. Hæst er Kerling, 1.538 metrar.

Þingsályktunartillagan hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela innviðaráðherra að láta hefja vinnu við rannsóknir, frumhönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga. Ráðherra skili

...