„Skokk á Kambabrún er góð þjálfun fyrir líkamann og frábær núvitund,“ segir Hallgrímur Brynjólfsson í Hveragerði. Þar í bæ var á dögunum stofnað til óformlegs hóps sem fékk nafnið Skífuvinafélagið
Kambar Umhverfið er stórbrotið þarna austanvert á Hellisheiðinni. Fjölfarinn þjóðvegurinn liðast hér um brekkurnar, en skokkleiðin vinsæla sem hér segir frá er lítið eitt sunnar.
Kambar Umhverfið er stórbrotið þarna austanvert á Hellisheiðinni. Fjölfarinn þjóðvegurinn liðast hér um brekkurnar, en skokkleiðin vinsæla sem hér segir frá er lítið eitt sunnar. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Skokk á Kambabrún er góð þjálfun fyrir líkamann og frábær núvitund,“ segir Hallgrímur Brynjólfsson í Hveragerði. Þar í bæ var á dögunum stofnað til óformlegs hóps sem fékk nafnið Skífuvinafélagið. Um 180 manns eru í hóp þeim sem félaginu tilheyrir á Facebook, en inntakið í starfi þess er gönguferðir eða skokk upp á brún Kamba austast á Hellisheiði.

Fyrr á árum, eða allt til ársins 1972, lá vegurinn á Hellisheiði og Kamba nokkru sunnar en nú er. Þá var líka ekið í gegnum Hveragerðisbæ; leið sem enn er til þótt lokuð sé bílaumferð. Hún er hins vegar gjarnan farin af útivistarfólki sem þarna finnur hóflega áreynslu í ferð upp á fjallsbrún sem víðsýnt er af. Þetta er hin svokallaða Kambabrún hin gamla; fáfarinn staður í seinni tíð.

...