Uppbygging Borgarfjörður eystri nýtti verkefnið vel, segir Kristján.
Uppbygging Borgarfjörður eystri nýtti verkefnið vel, segir Kristján. — Morgunblaðið/Björn Jóhann

„Það er mjög ánægjulegt að stjórn Byggðastofnunar hafi ákveðið styrkja enn frekar verkefnið Brothættar byggðir með myndarlegum hætti,“ segir Kristján Þ. Halldórsson, sérfræðingur hjá stofnuninni, sem ásamt Helgu Harðardóttur hefur haldið utan um verkefnið. Stjórn Byggðastofnunar ákvað á dögunum að veita 135 milljóna króna viðbótarframlag í verkefnið sem skiptist niður á þrjú ár, frá 2025-2027.

Kristján segir að viðbótin verði nýtt til þess að fjölga þátttökubyggðarlögum, lengja gildistíma nýrra samninga og auka stuðning við frumkvæðisverkefni. Einnig verði reynt að fylgja eftir árangri fyrri þátttakenda með tímabundnum styrkjum inn í byggðarlagið.

„Það er mikill áhugi á verkefninu víða um land, enda hefur það stuðlað að jákvæðum byggðaáhrifum,“ segir Kristján og hann nefnir að Dalamenn hafi sýnt verkefninu mikinn áhuga

...