Við erum nú þegar farin að sjá hvaða giggarar standa undir nafni og skila góðu verki.
Anna Katrín Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Alfreðs er spennt að fylgjast með hverjir verða „stjörnugiggarar“ á Giggó.
Anna Katrín Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Alfreðs er spennt að fylgjast með hverjir verða „stjörnugiggarar“ á Giggó. — Morgunblaðið/Eggert

Það er mikið að gera hjá okkur þessa dagana, þar sem við erum alltaf að þróa og betrumbæta þjónustu okkar,“ segir Anna Katrín Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Alfreðs og bætir við að það sé ekki tilviljun að Alfreð sé vinsælasti atvinnuleitarmiðill á Íslandi, bæði fyrir fólk og fyrirtæki.

„Við höfum verið að uppfæra ráðningarkerfið okkar til þess að auka gæði umsókna og auðvelda úrvinnslu þeirra. Það mun spara tíma fyrir atvinnurekendur og eykur hagræðingu fyrir umsækjendur. Með breytingum verður auðveldara að flokka umsækjendur eftir mikilvægum þáttum,“ segir Anna Katrín og bætir við: „Við höfum uppfyllt þarfir Íslendinga í leit að störfum og starfsfólki í meira en áratug. Aftur á móti var ekki til neitt sambærilegt fyrir íhlaupavinnu og verktakastörf og því ákváðum við að þróa Giggó.“

Giggó að verða mjög

...