Hjónin Ingveldur og Jóhannes á fimmtudagsafmæli hennar.
Hjónin Ingveldur og Jóhannes á fimmtudagsafmæli hennar.

Kristín Ingveldur Valdimarsdóttir fæddist 3. október 1920 í Reykjavík, á Bergstaðastíg (síðar -stræti) 33 b.

Húsið var í eigu Júlíusar, föðurbróður Kristínar Ingveldar eða Ingu eins og hún hefur ávallt verið kölluð, og Jóhönnu konu hans sem bjuggu þar einnig með fjölskyldu.

Inga var í Miðbæjarskólanum fyrir utan eitt ár sem hún gekk í Austurbæjarskólann. Eftir fermingu var hún eitt ár í Ingimarsskóla sem þá var til húsa í Kennaraskólanum.

„Ég var 8 til 10 ára í vist á sumrin og 11 til 12 ára var ég í sveit í Guðlaugsvík í Strandasýslu við Hrútafjörð. Ég var síðan í vist hjá Gísla Sigurðssyni póstmanni og konu hans Margréti Þorkelsdóttur þangað til ég hóf störf við Elliheimilið Grund 1937 en þar starfaði ég til 1941. Það ár trúlofaðist ég Jóhannesi Ingibirni Ólafssyni og við giftum okkur í

...