— Skjáskot úr myndskeiði

Starfsmenn á bílaverkstæði í Flórída björguðu hundi úr stuðara sem hann festist í eftir að hafa orðið fyrir bíl. Eigandi bílsins var að keyra að næturlagi þegar hann sá lausan hund skyndilega hlaupa fyrir bílinn. Hann náði að hægja á sér en heyrði dynk. Þegar hann kom út var þó engan hund að sjá. Tveimur klukkustundum síðar heyrði hann undarlegt hljóð koma úr stuðaranum á bílnum og uppgötvaði að hundurinn var þar inni sprelllifandi og pikkfastur.

Myndbandi af björguninni var deilt á samfélagsmiðlum en það má sjá á K100.is.