Við hjá Landsvirkjun höfum alltaf lagt mikla áherslu á að halda aflstöðvum okkar og umhverfi þeirra snyrtilegu,“ segir Björg Agnarsdóttir, mannauðs- og launasérfræðingur hjá Landsvirkjun. „Við höfum því lengi ráðið ungmenni til starfa í…
Starfsfólk mannauðs og menningar hjá Landsvirkjun. Efri röð frá vinstri: Sif Sigfúsdóttir, Þórhildur Anna Jónsdóttir, Guðrún Ingvarsdóttir, Björg Agnarsdóttir og Steinar Lúðvíksson. Neðri röð frá vinstri: Þóra María Guðjónsdóttir, Harpa Víðisdóttir, Inga Birna Sigursteinsdóttir og Anna Rut Þráinsdóttir
Starfsfólk mannauðs og menningar hjá Landsvirkjun. Efri röð frá vinstri: Sif Sigfúsdóttir, Þórhildur Anna Jónsdóttir, Guðrún Ingvarsdóttir, Björg Agnarsdóttir og Steinar Lúðvíksson. Neðri röð frá vinstri: Þóra María Guðjónsdóttir, Harpa Víðisdóttir, Inga Birna Sigursteinsdóttir og Anna Rut Þráinsdóttir

Við hjá Landsvirkjun höfum alltaf lagt mikla áherslu á að halda aflstöðvum okkar og umhverfi þeirra snyrtilegu,“ segir Björg Agnarsdóttir, mannauðs-
og launasérfræðingur hjá Landsvirkjun. „Við höfum því lengi ráðið ungmenni til starfa í alls konar fjölbreytt gróðursetningar- og viðhaldsverkefni. Seinna varð svo til samfélagsverkefnið Margar hendur vinna létt verk. Við kappkostum að vera góðir grannar og viljum láta gott af okkur leiða í nærsamfélagi aflstöðvanna okkar. Þess vegna höfum við boðið fyrirtækjum og félagasamtökum nærri stöðvunum að fá vinnuhópa í heimsókn til að leysa alls konar verkefni, hvort sem það er hreinsun, alls konar ræktun og garðvinna, viðhald eða önnur umhverfistengd verkefni. Ungmenni sem búa í nærsveitum við hverja aflstöð eiga forgang að þessum sumarstörfum og við höfum sannarlega ekki þurft að kvarta undan áhugaleysi í þeirra hópi, því þetta eru eftirsóttustu störfin

...