Fanney Ingvarsdóttir, áhrifavaldur og markaðsfulltrúi hjá BIOEFFECT, gifti sig í Reykjavík í lok ágúst á þessu ári. Brúðarkjólinn fékk hún í verslun hér á landi en hún hélt lengi vel að hún þyrfti að fara til útlanda til að finna hinn fullkomna kjól
Sumarbrúðkaup Fanney Ingvarsdóttir og Teitur Reynisson, giftu sig við fallega athöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík í sumar.
Sumarbrúðkaup Fanney Ingvarsdóttir og Teitur Reynisson, giftu sig við fallega athöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík í sumar.

Edda Gunnlaugsdóttir

eddag@mbl.is

Fanney Ingvarsdóttir, áhrifavaldur og markaðsfulltrúi hjá BIOEFFECT, gifti sig í Reykjavík í lok ágúst á þessu ári. Brúðarkjólinn fékk hún í verslun hér á landi en hún hélt lengi vel að hún þyrfti að fara til útlanda til að finna hinn fullkomna kjól. Þótt hún hafi haft skýra hugmynd í upphafi um hvaða kjól hana langaði að klæðast breyttist það mikið þegar hún fór að máta mismunandi snið.

„Ég hafði augastað á nokkrum kjólum en sniðin á þeim voru öll mjög ólík. Draumakjóllinn minn var lengi langerma silkikjóll, stílhreinn en elegant með fallegum smáatriðum á ermunum. Skemmst er frá því að segja að kjóllinn sem ég gifti mig í var svo nánast andstæðan við hann,“ segir Fanney.

Hún segist þó ekki hafa haft mjög sterkar skoðanir í upphafi

...