Við viljum stuðla að sjálfbærni í samfélaginu og starfa í jafnvægi við umhverfið, samfélagið og starfsfólkið okkar.
Sólrún Hjaltested mannauðsstjóri Terra.
Sólrún Hjaltested mannauðsstjóri Terra.

Sólrún Hjaltested mannauðsstjóri Terra segir margt spennandi að gerast þessa dagana hjá félaginu og dótturfélögum þess, en Terra veitir umhverfisþjónustu til fyrirtækja og sveitarfélaga. „Hlutverk Terra er að stuðla að sjálfbærni viðskiptavina með því að koma öllum þeim efnum sem til falla í viðeigandi farveg og aftur inn í hringrásarhagkerfið. Að skilja ekkert eftir er þýðing félagsins á hugtakinu „Zero Waste“ og lýsir vel markmiðum þess í endurvinnslu og meðhöndlun úrgangs.“

Sólrún hefur unnið að mannauðsmálum frá árinu 2004 og segir það bæði spennandi og krefjandi að koma inn í fyrirtæki þar sem þróun, uppbygging og breytingar eru að eiga sér stað, en það fylgi oft þegar félög hafa mótað nýja framtíðarsýn, eins og Terra hefur gert. „Ég hef unnið hjá Terra í bráðum tvö ár og finnst starfið gríðarlega skemmtilegt; það er gott að vinna hjá fyrirtæki sem hefur

...