„Svæðisfélögin hafa skilað inn kjörbréfum fyrir sína fulltrúa á landsfundinum,“ segir Ragnar Auðun Árnason, framkvæmdastjóri Vinstri grænna, í samtali við Morgunblaðið og bætir við að þau verði tekin til afgreiðslu í upphafi landsfundar flokksins sem hefst á föstudaginn
Vinstri græn Svandís Svavarsdóttir býður sig fram til formanns.
Vinstri græn Svandís Svavarsdóttir býður sig fram til formanns. — Morgunblaðið/Unnur Karen

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

„Svæðisfélögin hafa skilað inn kjörbréfum fyrir sína fulltrúa á landsfundinum,“ segir Ragnar Auðun Árnason, framkvæmdastjóri Vinstri grænna, í samtali við Morgunblaðið og bætir við að þau verði tekin til afgreiðslu í upphafi landsfundar flokksins sem hefst á föstudaginn. Kjörbréfanefnd sé nú að fara yfir innsend kjörbréf frá svæðisfélögum.

Segir hann að kjörbréf hafi verið gefin út fyrir tæplega 300 manns, en um 400 manns

...