Ég vona innilega að þjóðin, þingmenn og borgarfulltrúar beri gæfu til að hætta að hugsa um flugvallarkost í Hvassahrauni.
Bergvin Oddsson
Bergvin Oddsson

Bergvin Oddsson

Eftir nýjustu skýrslu um hvar og hvort Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera, sem kjörna fulltrúa og þjóðina alla hefur greint á um í áratugi, datt af mér andlitið í vikunni þegar nýja nefndin mælti með því að byggja flugvöll eða hið minnsta halda áfram að skoða mögulegan væntanlegan hugsanlegan flugvallarkost í Hvassahrauni. Ég vona innilega að þjóðin, þingmenn og borgarfulltrúar beri gæfu til að hætta endanlega að hugsa um þennan flugvallarkost og hætti sömuleiðis að skipa nýjar nefndir með öllum þeim kostnaði sem þeim fylgir. Við ættum þess í stað að einbeita okkur að því að reisa innanlandsflugvöll á Keflavíkurflugvelli þar sem eru allir innviðir til staðar, þjónusta og allt sem gerir góðan flugvöll enn betri með innanlandsflugvallarálmu.

Vegakerfið er handónýtt, heilbrigðiskerfið í miklum ólestri og meðferðarheimili fyrir bæði börn

...