Meira að segja nýr formaður Samfylkingarinnar er slegin sömu blindu og allir formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í gegnum tíðina.
Sigmar Guðmundsson
Sigmar Guðmundsson

Sigmar Guðmundsson

Það er skiljanlegt að fólk sé reitt, og jafnvel brjálað, yfir vaxtahækkun bankanna á verðtryggðu lánunum á dögunum. Þetta er enn eitt vaxtahöggið fyrir fjölskyldurnar. Kjaftshögg sem kostar fólk tugi þúsunda á mánuði. Fólki finnst ranglátt að á sama tíma og það flýr svimandi háar afborganir óverðtryggðra lána sé því strax refsað með græðgishækkun bankanna á verðtryggðu lánunum. Það er einfaldlega hvergi skjól að fá.

Þetta er eins og að flýja óveður inn í hús og þar mæta þér bara pústrar, hnefahögg og almenn leiðindi frá húsráðendum. Þetta er frekar súrt og ósanngjarnt. Við eigum þetta auðvitað ekkert skilið. Valkostir íslensku millistéttarinnar eru að vera með húsnæðislán sem hækkar um milljónir á ári þrátt fyrir reglulegar afborganir eða að vera með lán þar sem afborganir hækka um tvö til þrjú hundruð þúsund á mánuði.

...