Vel hönnuð skrifstofa með réttum búnaði fyrir starfsfólk tryggir betri afköst, meiri sköpunargleði og rannsóknir hafa sýnt fram á færri veikindadaga.
Halldór Ingi Stefánsson sölustjóri Hirzlunnar er stoltur af nýja sýningar-salnum í Skeifunni.
Halldór Ingi Stefánsson sölustjóri Hirzlunnar er stoltur af nýja sýningar-salnum í Skeifunni. — Morgunblaðið/Eggert

Halldór Ingi Stefánsson sölustjóri Hirzlunnar segir mikilvægt að starfsfólk hafi góða vinnuaðstöðu. Rétt hönnuð skrifstofa með góðum búnaði tryggir betri afköst, meiri sköpunargleði og færri veikindadaga. Hirzlan opnaði verslun sína árið 1993. Í gegnum árin hefur fyrirtækið aukið vöruúrval sitt og þjónustu og nú nýverið var opnaður glæsilegur sýningarsalur þeirra í Skeifunni 8. Þar geta gestir og gangandi komið og skoðað vöruúrvalið, talað við sérfræðinga og fundið út hvað hentar þeim best.

„Hirzlan er rótgróin verslun með húsgögn fyrir fyrirtæki og vinnustaði. Við erum umboðssalar fyrir nokkra sérvalda framleiðendur sem keppast við að framleiða endingargóð og falleg húsgögn. Hirzlan byggir á að eiga mikið úrval húsgagna á lager og getur þannig endurinnréttað heilu skrifstofurnar á aðeins örfáum dögum. Starfsmenn Hirzlunnar geta komið inn í verkefnið, teiknað upp rýmið, afhent

...