Viðmót til starfslokanna getur skipt máli en jafnvel þótt breytingarnar séu jákvæðar geta þær verið erfiðar og sumir syrgja það sem var.
Thelma Hafþórsdóttir Byrd iðjuþjálfi segir ljóst að við starfslok upplifi einstaklingurinn eina mestu breytingu sem hann verður fyrir á seinni hluta ævinnar.
Thelma Hafþórsdóttir Byrd iðjuþjálfi segir ljóst að við starfslok upplifi einstaklingurinn eina mestu breytingu sem hann verður fyrir á seinni hluta ævinnar. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Thelma Hafþórsdóttir Byrd iðjuþjálfi er sérfræðingur í vinnuvernd með áherslu á hreyfi- og stoðkerfi. Hún starfar hjá Vinnuvernd, sem er framsækið þjónustu- og ráðgjafarfyrirtæki sem stuðlar að heilbrigði einstaklinga og aukinni vellíðan á vinnustað.

„Hjá okkur starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfari og sálfræðingar. Auk þess leitum við til annarra sérfræðinga sem við erum í samstarfi við, þegar þörf krefur. Við leggjum metnað okkar í að veita sérhæfða læknis- og sálfræðiþjónustu til starfsmanna fyrirtækja ásamt því að sinna heilsufarsmati, bólusetningum, fræðslu og vinnustaðaúttektum svo eitthvað sé nefnt.

Við erum sífellt að þróa þjónustuleiðirnar okkar áfram. Þessa dagana vinnum við sem dæmi hörðum höndum að því að koma rafrænum fræðsluerindum í loftið,“ segir Thelma og hvetur öll til þess að skoða

...