Fólk er mjög ánægt með skjót og greinargóð svör og almennt með aðstoðina sem það fær.
Díana Björk Olsen, deildarstjóri ráðgjafar og þjónustu hjá Mannauðslausnum Advania.
Díana Björk Olsen, deildarstjóri ráðgjafar og þjónustu hjá Mannauðslausnum Advania. — Ljósmynd/Jón Snær Ragnarsson

Við veitum persónulega og góða þjónustu og viljum alltaf standa fyrir framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina okkar. Þjónustuborðið okkar er opið frá níu til fjögur og við reynum að grípa öll mál sem koma til okkar og svara þeim hratt og vel,“ segir Díana Björk Olsen, deildarstjóri ráðgjafar og þjónustu hjá Mannauðslausnum Advania.

„Við erum sautján í teyminu og erum með H3 launa og mannauðskerfi, Bakvörð, Vinnustund, Matráð, Samtal og Flóru. Ráðgjafar okkar hafa mjög fjölbreytta sérhæfingu og faglega þekkingu sem og dýrmæta reynslu sem gagnast viðskiptavinum okkar. Fimm verkefnastjórar sjá svo um innleiðingar á nýjum viðskiptavinum og samþættingar við kerfi okkar sem og önnur kerfi. Þetta er einstakt teymi sem vinnur ótrúlega vel saman.“

Veita meiri þjónustu þegar við á

Spurð um

...