Gaman er að segja frá því að Bjarki kom, sá og sigraði í keppninni um titilinn grænmetiskokkur ársins sem haldin var í apríl síðastliðnum og er hann sá fyrsti til að hljóta þann titil hér á landi. Unga parið hefur fallega sýn á því hvernig þau geta…

Sjöfn Þórðardóttir

sjofn@mbl.is

Gaman er að segja frá því að Bjarki kom, sá og sigraði í keppninni um titilinn grænmetiskokkur ársins sem haldin var í apríl síðastliðnum og er hann sá fyrsti til að hljóta þann titil hér á landi.

Unga parið hefur fallega sýn á því hvernig þau geta sameinað krafta sína og látið draum sinn rætast með því að eiga og reka kaffihúsið og gera það sjálfbært. Ástríða Bjarka liggur í matargerðinni og veit hann fátt skemmtilegra en að galdra fram girnilegar veitingar fyrir matargesti sína á kaffihúsinu. Þá koma hæfileikar hans vel að notum og hafa til að mynda pítsurnar hans slegið í gegn. Stefanía nýtur þess að stjana við gesti staðarins og hefur fundið sína hillu þar.

Nokkurs konar félagsmiðstöð

Segðu okkur aðeins frá

...