— Morgunblaðið/Golli

Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur ósjaldan komist í fréttirnar fyrir að vera snögg að afgreiða málin.

Enn einn stutti fundurinn var haldinn á miðvikudaginn í síðustu viku og stóð hann aðeins yfir í sex mínútur.

Magnús Örn Guðmundsson forseti bæjarstjórnar setti fund klukkan 17 og stjórnaði. Gengið var til dagskrár og tekin fyrir tíu mál.

Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri tók til máls tvisvar en aðrir bæjarfulltrúar tóku ekki til máls, ef marka má fundargerð. Fundi var svo slitið klukkan 17.06 eftir að fundargerð hafði verið lögð fram.

Fram kemur á heimasíðu bæjarins að fundurinn hafi verið sendur út samtímis á netinu. Mögulega hafa einhverjir bæjarbúar gripið í tómt hafi þeir ætlað sér að fylgjast með fundinum.

...