Aðilar vinnumarkaðarins hafa tekist á hendur það verkefni að borga í auknum mæli í lífeyrissjóði en á sama tíma er ekki verið að kynna réttindi fólks nægilega mikið.
Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, kynningar- og markaðsstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, skorar á mannauðsfólk að kynna sér lífeyrismál vel, til að mynda á Fræðslutorginu.
Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, kynningar- og markaðsstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, skorar á mannauðsfólk að kynna sér lífeyrismál vel, til að mynda á Fræðslutorginu. — Ljósmynd/Aðsend

Á Fræðslutorgi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna birtust nýverið níu stutt myndbönd sem gerð eru til að þjálfa mannauðsfólk í lífeyrismálum en mikil eftirspurn hefur verið eftir þess háttar fræðslu. Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, kynningar- og markaðsstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, er ánægð með viðtökurnar sem myndböndin hafa fengið að undanförnu.

„Myndböndin eru lífleg og skemmtileg og fjalla um lífeyrissjóðsmálin á mannamáli. Þau eru hugsuð sem einskonar uppflettirit og eru frá einni mínútu upp í 25 mínútur,“ segir Kolbrún og bætir við að til séu fræðslumyndbönd um hvað er gott að hafa í huga við upphaf ráðninga, hvaða valkosti starfsfólk hafi varðandi séreign og úttektir, hvað beri að hafa í huga við starfslok og hvaða réttindi grípi starfsfólk þegar á reynir.

Það er mikilvægt að mannauðsfólk geti leiðbeint starfsfólki

...