Atvinnulífstenglarnir kynnast í svona samstarfi fyrirtækjum og átta sig á því hvað hentar og hvað ekki. Jafnframt þekkja þeir fólkið og veita því stuðning. Loks auðveldar þetta fyrirkomulag okkur ráðningar,” segja fulltrúar mannauðssviðs Hrafnistu sem hlaut viðurkenninguna VIRKt fyrirtæki 2024.
Atvinnulífstenglar VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs, en það er teymið sem tengir einstaklinga við vinnumarkaðinn eftir starfsendurhæfingu.
Atvinnulífstenglar VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs, en það er teymið sem tengir einstaklinga við vinnumarkaðinn eftir starfsendurhæfingu. — Morgunblaðið/Eyþór

Atvinnutengingin er drifin áfram af öflugu teymi atvinnulífstengla, sem eru sérhæfðir í því að aðstoða fólk að komast aftur inn á vinnumarkaðinn. Þeir eru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu en einnig á Suðurlandi, Norðurlandi og á Reykjanesi. Þessir sérfræðingar vinna í nánu samstarfi við ráðgjafa VIRK, einstaklinga sem eru að ljúka starfsendurhæfingu og atvinnulífið sjálft. Hlutverk atvinnulífstengla er fjölbreytt en þeir einbeita sér að því að aðstoða einstaklinga við allt sem kann að tengjast atvinnuleitinni.

Atvinnulífstenglar og fyrirtækin – mikilvægur hlekkur í ráðningarferli

Atvinnulífstenglar eru ekki einungis bakhjarl einstaklinganna heldur einnig fyrirtækjanna sem þeir heimsækja reglulega til að mynda tengsl, kynna starfsemi atvinnutengingar og mögulegar lausnir varðandi ráðningar. Mikilvægt er að fyrirtæki taki þátt í þessu ferli þar sem þau

...