Menningin er ósýnileg en algjört lykilatriði í að starfsfólk gangi saman í takt í þeirri vegferð að vinnustaðnum gangi sem best, í öllum skilningi.
Kaffigarður Símans hefur skemmtileg áhrif á menningu Símans, þar sem starfsfólk vinnur hörðum höndum en gefur sér þó tíma í smávegis kaffispjall.
Kaffigarður Símans hefur skemmtileg áhrif á menningu Símans, þar sem starfsfólk vinnur hörðum höndum en gefur sér þó tíma í smávegis kaffispjall.

Ég hef fylgt Símanum í gegnum viðburðaríka tíma og umfangsmiklar breytingar á undanförnum árum. Samstæðan taldi yfir tíu félög þegar mest var og var starfsmannafjöldi nálægt þúsund. Á þessum tíma hafa félög verið sameinuð og önnur félög seld, auk þess sem Síminn var skráður á markað. Í dag er staðan sú að við erum talsvert léttara fyrirtæki með einfaldara skipulag og um það bil þrjú hundruð starfsmenn,“ segir Ragna Margrét Norðdahl mannauðsstjóri Símans.

Ragna er klínískur sálfræðingur að mennt og segir hún áhugann á mannauðsmálum hafa kviknað þegar hún hóf að kynna sér fyrirtækjamenningu í Cand. Psych-framhaldsnáminu. „Ég hélt áfram að fara ofan í kjölinn á fyrirtækjamenningu nýverið í MBA-námi þar sem ég lagði áherslu á fyrirtækjamenningu á stafrænum tímum.“

Spurð hvað hafi helst fangað athygli hennar í þessu

...