„Við erum með fjóra alþjóðlega flugvelli og það er mikið skynsamlegra að byggja þá upp heldur en nýjan flugvöll í Hvassahrauni sem mun kosta hundruð milljarða,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair inntur eftir áliti á skýrslu…
Hvassahraun Ekki skynsamleg forgangsröðun í innviðauppbyggingu að setja hundruð milljarða í flugvöll.
Hvassahraun Ekki skynsamleg forgangsröðun í innviðauppbyggingu að setja hundruð milljarða í flugvöll. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Sviðsljós

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

„Við erum með fjóra alþjóðlega flugvelli og það er mikið skynsamlegra að byggja þá upp heldur en nýjan flugvöll í Hvassahrauni sem mun kosta hundruð milljarða,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair inntur eftir áliti á skýrslu stýrihóps um náttúrufarsrannsóknir fyrir hugsanlegan flugvöll í Hvassahrauni.

Hann segir það ekki hafa komið sér á óvart að hægt yrði að reka flugvöll í Hvassahrauni en telur það hvorki raunhæft né skynsamlegt.

Flugstöðin í Reykjavík ekki boðleg á meðan beðið er

Bogi segir hindranir hafa komið upp á Reykjavíkurflugvelli, innviðir þar séu veikir eins og flugstöðin og pattstaða sé í

...