Hagstofan birti í gær bráðabirgðatölur sem sýna að ráðstöfunartekjur íslenskra heimila jukust um 13,6% árið 2023 hjá fjölskyldum samanborið við árið 2022 og einnig jukust ráðstöfunartekjur á mann um 10,8% milli ára
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

Hagstofan birti í gær bráðabirgðatölur sem sýna að ráðstöfunartekjur íslenskra heimila jukust um 13,6% árið 2023 hjá fjölskyldum samanborið við árið 2022 og einnig jukust ráðstöfunartekjur á mann um 10,8% milli ára. Kaupmáttur jókst um 1,9% 2023 þegar tillit er tekið til verðlagsþróunar.

Þegar litið er til tekna heimilanna hækkuðu launatekjur um 12% og eignatekjur um 27,1%. Gjöld heimilanna voru 11,7% hærri 2023 miðað við 2022 og þar af jukust skattar á laun um 11% og mestu munar um vaxtagjöld sem jukust um

...