Sérstök afmælissýning á kvikmyndinni Hrafninn flýgur verður annað kvöld, 4. október, kl. 20 á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF en sýningin verður í Sal 1 í Háskólabíói
Kvikmyndasýning Úr mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hrafninn flýgur, sem frumsýnd var árið 1984.
Kvikmyndasýning Úr mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hrafninn flýgur, sem frumsýnd var árið 1984.

Sérstök afmælissýning á kvikmyndinni Hrafninn flýgur verður annað kvöld, 4. október, kl. 20 á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF en sýningin verður í Sal 1 í Háskólabíói. Réttir fjórir áratugir eru liðnir frá því að myndin, í leikstjórn Hrafns Gunnlaugssonar, var frumsýnd á Íslandi við mikla hrifningu tugþúsunda bíógesta, eins og segir í tilkynningu. Myndin segir af írskum manni sem heldur út til Íslands í þeim erindagjörðum að hefna sín á víkingum sem höfðu drepið foreldra hans og rænt systur hans þegar hann var á barnsaldri.

Hljómsveitin Sólstafir mun endurtaka leikinn frá því fyrir tíu árum, á þrjátíu ára afmæli myndarinnar, en þá frumflutti hún eigin tónsmíðar við myndina á vegum RIFF. Lofa meðlimir engu minna rokki en þegar þeir ærðu gesti sína í Salnum í Kópavogi haustið 2014, segir í tilkynningunni. Miðasala fer fram á heimasíðu RIFF, riff.is, en

...