Ég er stolt af því að starfa hjá fyrirtæki sem fjárfestir í slíkri hugsun og vinnur ötullega að þessum málum.
Guðrún Ingvarsdóttir, verkefnisstjóri vinnuumhverfis hjá Landsvirkjun, starfar í teymi mannauðs og menningar.
Guðrún Ingvarsdóttir, verkefnisstjóri vinnuumhverfis hjá Landsvirkjun, starfar í teymi mannauðs og menningar. — Morgunblaðið/Karítas

Hlutverk mitt er að vinna með starfsfólki Landsvirkjunar og ráðgjöfum að því að þróa og byggja upp framúrskarandi vinnuaðstöðu á starfsstöðvum okkar um allt land. Þar horfum við jöfnum höndum til vellíðanar, öryggis og inngildingar starfsfólks og langtímareksturs eigna félagsins,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir, sem er verkefnisstjóri vinnuumhverfis hjá Landsvirkjun og starfar í teymi mannauðs og menningar.

Guðrún hefur starfað síðastliðin 25 ár sem arkitekt, verkefnastjóri og stjórnandi á einkamarkaði og fyrir hið opinbera. „Ég hef lengi haft brennandi áhuga á framþróun vinnuumhverfis, enda má segja að þar tvinnist saman hugmyndafræði hönnunar, stjórnunarfræði og farsæld mannauðs. Tæknibreytingar og umhverfismál eru að umbylta því hvar og hvernig þekkingarstörf eru unnin og við það skapast gríðarlega spennandi tækifæri til framþróunar vinnustaða og mannauðs. Rannsóknir á

...