Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur gert samning við sjálfseignarstofnunina Almannaróm um að gegna hlutverki miðstöðvar máltækni á Íslandi til ársins 2027, en fyrirtækið sá einnig um framkvæmd máltækniáætlunar 1 frá 2019-2023

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur gert samning við sjálfseignarstofnunina Almannaróm um að gegna hlutverki miðstöðvar máltækni á Íslandi til ársins 2027, en fyrirtækið sá einnig um framkvæmd máltækniáætlunar 1 frá 2019-2023.

Með þessum samningi fær Almannarómur 100 milljónir í ár og gert er ráð fyrir sömu upphæð árlega út árið 2026. Áætlað er að 60 milljónir séu nýttar til styrkja á nýjum innleiðingar- og hagnýtingarstyrkjum í máltækni, sem verða auglýstir fljótlega. Markmiðið er að

...