Ekki er það á hverjum degi sem tækifæri gefst til að hitta einhvern frá Tíbet, stað í Asíu sem á vissan hátt er sveipaður dulúð í huga okkar í norðanverðri Evrópu. Þar til síðsumars var einnig ósennilegt að Sonam Gangsang frá Tíbet myndi ræða við blaðamann á íslenskri grundu
Á Íslandi Sonam á Oddsson-hótelinu í Reykjavík þar sem hún hitti blaðamann og ljósmyndara á dögunum.
Á Íslandi Sonam á Oddsson-hótelinu í Reykjavík þar sem hún hitti blaðamann og ljósmyndara á dögunum. — Morgunblaðið/Eggert

Sviðsljós

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Ekki er það á hverjum degi sem tækifæri gefst til að hitta einhvern frá Tíbet, stað í Asíu sem á vissan hátt er sveipaður dulúð í huga okkar í norðanverðri Evrópu. Þar til síðsumars var einnig ósennilegt að Sonam Gangsang frá Tíbet myndi ræða við blaðamann á íslenskri grundu. Hún er rúmlega fertug og fór í sína fyrstu utanlandsferð þegar hún kom til Íslands á dögunum í boði SOS Barnaþorpanna og samstarfsaðila.

„Ég hef líklega verið fimm eða sex ára gömul þegar ég heyrði af Íslandi í fyrsta skipti. Þá fékk ég styrktaraðila frá Íslandi [Ingibjörgu Steingrímsdóttur] í barnaþorpinu á Indlandi. Í framhaldinu fékk ég bréf og fleira frá Ingibjörgu. Í skólanum fengum við leyfi til að skrifa styrktaraðilunum okkar bréf eða teikna mynd til

...