Frekari tafir við endurgerð gatnamóta Reykjanesbrautar og Bústaðavegar eru til mikillar óþurftar.
Kjartan Magnússon
Kjartan Magnússon

Kjartan Magnússon

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt til að undirbúningi vegna endurgerðar gatnamóta Reykjanesbrautar og Bústaðavegar verði hraðað í því skyni að auka þar umferðaröryggi, bæta umferðarflæði og draga úr mengun. Með flýtingunni verði stefnt að því að framkvæmdum verði lokið við gatnamótin árið 2026 í stað 2030 eins og nú er miðað við samkvæmt uppfærslu svonefnds samgöngusáttmála.

Tillaga Sjálfstæðisflokksins um málið var tekin fyrir í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í síðustu viku en vísað frá af fulltrúum meirihluta Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar. Frávísunin er í samræmi við þá stefnu meirihlutans að tefja fyrir samgöngubótum í borginni eins og kostur er og koma jafnvel í veg fyrir þær.

Pólitísk þrákelkni

...