Það er aldrei gott þegar stjórnendur sogast inn í deilur, þegar þeir líða markalausa hegðun eða eru hluti af flokkadrætti, dómhörku og baktali.
Katrín Kristjánsdóttir, sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum hjá Lífi og sál, en stofan á 25 ára afmæli á næsta ári.
Katrín Kristjánsdóttir, sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum hjá Lífi og sál, en stofan á 25 ára afmæli á næsta ári. — Morgunblaðið/Eggert

Erfið samskipti, einelti, áreitni og ofbeldi eru meðal flóknustu verkefna sem stjórnendur og mannauðsfólk fá inn á borð til sín,“ segir Katrín Kristjánsdóttir sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum hjá Lífi og sál. Hún segir miklu máli skipta að vinnustaðir hafi mótað sér skýra stefnu og verklag ef grunur um slík mál kemur upp. „Eins er mikilvægt að verklagið sé öllum ljóst. Að ferlar séu á hreinu og viðhorf þeirra sem að málinu koma séu gagnleg og fordómalaus.

Það er með þessi mál, sem og önnur viðkvæm mál er snerta sálrænt öryggi fólks, að við þurfum að flýta okkur hægt og vera með á hreinu hvað þarf að gera og í hvaða röð. Að gæta hlutleysis, sýna virðingu og vera sanngjarn í málsmeðferð skiptir miklu máli og einnig að þeir aðilar sem eiga aðkomu að málum séu með sín hlutverk og verkefni á hreinu.“

Flókin mál reyna á

...