Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitunnar, leita jarðhita á höfuðborgarsvæðinu til að tryggja stöðuga afhendingu á heitu vatni til íbúa og fyrirtækja. Höfuðborgarsvæðið stækkar hratt og viðmið Veitna eru að notkun í hámarksálagi aukist að jafnaði um 120 lítra á sekúndu á hverju ári
Forðabúr Veitna Hitaveitutankarnir sex við Maríubaug í Grafarholti eru sterkt kennileiti í borginni. Þaðan er vatni miðlað til borgarbúa eftir þörfum.
Forðabúr Veitna Hitaveitutankarnir sex við Maríubaug í Grafarholti eru sterkt kennileiti í borginni. Þaðan er vatni miðlað til borgarbúa eftir þörfum. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Viðtal

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitunnar, leita jarðhita á höfuðborgarsvæðinu til að tryggja stöðuga afhendingu á heitu vatni til íbúa og fyrirtækja. Höfuðborgarsvæðið stækkar hratt og viðmið Veitna eru að notkun í hámarksálagi aukist að jafnaði um 120 lítra á sekúndu á hverju ári.

Veitur hafa fengið heimild hjá Reykjavíkurborg til að hefja rannsóknarboranir á Kjalarnesi og Geldinganesi. Og í sumar hafa staðið yfir tilraunaboranir á Álftanesi, sem lofa góðu.

Stefnt er að því að hefja boranir á Kjalarnesi og Geldinganesi í október, að sögn Þráins Friðrikssonar, auðlindaleiðtoga hitaveitu hjá Orkuveitunni.

Þráinn segir að Veitur

...