Afar ólíklegt er að byrlunarmálinu svonefnda sé lokið, þó að lögregla á Norðurlandi eystra hafi fallið frá rannsókn þess. Erfitt sé að sjá hvernig ríkissaksóknari komist hjá því að láta taka málið upp á ný
Dagmál Sigurður G. Guðjónsson lögmaður ræðir byrlunarmálið.
Dagmál Sigurður G. Guðjónsson lögmaður ræðir byrlunarmálið. — Morgunblaðið/María

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Afar ólíklegt er að byrlunarmálinu svonefnda sé lokið, þó að lögregla á Norðurlandi eystra hafi fallið frá rannsókn þess. Erfitt sé að sjá hvernig ríkissaksóknari komist hjá því að láta taka málið upp á ný.

Þetta segir Sigurður G. Guðjónsson lögmaður, sem er í viðtali í Dagmálum, netstreymi Morgunblaðsins, sem opið er öllum áskrifendum.

Þar fyrir utan eigi brotaþoli allan kost á því

...