Kosningasigur Herbert Kickl og Lýðræðisflokkur hans unnu sigur í austurrísku þingkosningunum.
Kosningasigur Herbert Kickl og Lýðræðisflokkur hans unnu sigur í austurrísku þingkosningunum.

Bylgja öfgaflokka fer eins og logi yfir akur í Evrópu og þykir varla frásagnarvert að þeir hafi sigur bæði í fylkiskosningum og nú síðast í þingkosningum í Austurríki.

Hvað er að ske, er þriðji partur Evrópu af göflunum genginn og vill ólmur fá yfir sig stjórnarfar útþynnts fasisma eða verra? Varla.

Skýringarnar hljóta að vera allt aðrar og einfaldari. Auðvitað er fólk ekki ánægt. Það er verið að raska allri þess tilveru vegna stríðsátaka hingað og þangað. Flóttamenn leita hælis án þess að geta samlagast og eru orðnir byrði. Eldsneyti og aðföng eru orðin dýrari en svo að þjóðirnar séu samkeppnisfærar. Fólk er óöruggt með framtíð sína og trúir hvorki lengur á rafmagnsbílinn né græningja.

Þá hafa menn eitt tromp; að kjósa mestu popúlistana og skjóta hinum skelk í

...