Týr Viðskiptablaðsins fjallar um viðhorf Samfylkingarinnar til skattheimtu og segir meðal annars að í stuttu máli sé „kjarni alls þess málefnastarfs sem flokkurinn hefur unnið í formannstíð Kristrúnar Frostadóttur sá að auka ríkisútgjöld og hækka skatta“
Kristrún Frostadóttir
Kristrún Frostadóttir

Týr Viðskiptablaðsins fjallar um viðhorf Samfylkingarinnar til skattheimtu og segir meðal annars að í stuttu máli sé „kjarni alls þess málefnastarfs sem flokkurinn hefur unnið í formannstíð Kristrúnar Frostadóttur sá að auka ríkisútgjöld og hækka skatta“.

Þá er vitnað í orð sem Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður flokksins mun hafa látið falla á Alþingi: „Ég er almennt frekar hrifinn af sköttum. Það vill nú bara svo til að háskattasamfélög eru þau sem eru alla jafna dýnamískust efnahagslega.“

Týr hefur greinilega ekki mikla trú á þessari dýnamíkurkenningu en bendir á að Ísland sé nú þegar háskattasamfélag og að ekki verði gengið lengra í þeim efnum „án þess að leggja efnahagslífið varanlega í rúst“.

Loks segir að flokkar á borð

...