Brynjólfur Andersen Willumsson kemur inn í leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir leikina tvo gegn Wales og Tyrklandi í 4. riðli B-deildar Þjóðadeildar UEFA sem fram fara á Laugardalsvelli í október
Tæpur Aron Einar Gunnarsson fann fyrir eymslum aftan í læri með félagsliði sínu Al-Gharafa í vikunni.
Tæpur Aron Einar Gunnarsson fann fyrir eymslum aftan í læri með félagsliði sínu Al-Gharafa í vikunni. — Morgunblaðið/Eggert

Þjóðadeildin

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Brynjólfur Andersen Willumsson kemur inn í leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir leikina tvo gegn Wales og Tyrklandi í 4. riðli B-deildar Þjóðadeildar UEFA sem fram fara á Laugardalsvelli í október.

Ísland mætir Wales 11. október og svo Tyrklandi þremur dögum síðar, 14. október, en Ísland er með 3 stig í þriðja sæti riðilsins eftir fyrstu tvær umferðirnar. Tyrkland trónir á toppnum með 4 stig, líkt og Wales. Svartfjallaland rekur lestina án stiga í fjórða og neðsta sætinu.

Liðið sem hafnar í efsta sætinu tryggir sér sæti í A-deild en liðið sem hafnar í öðru sætinu fer í umspil gegn liði í A-deildinni um sæti í A-deild. Liðið í þriðja sæti riðilsins fer í umspil gegn

...