Ég trúi því að ef við pössum upp á starfsfólkið okkar þá passar það upp á vinnustaðinn og viðskiptavininn sem vonandi kemur þá aftur og aftur.
Gunnhildur Arnardóttir, annar tveggja stofnenda HR Monitor, situr hér fyrir miðju myndar ásamt starfsmönnum HR Monitor.
Gunnhildur Arnardóttir, annar tveggja stofnenda HR Monitor, situr hér fyrir miðju myndar ásamt starfsmönnum HR Monitor. — Morgunblaðið/Eggert

Sonja Magnúsdóttir sölustjóri HR Monitor segir að mannauðsstjórar sitji ekki við sama borð og aðrir millistjórnendur nema þeir hafi haldbær gögn og tölulegar upplýsingar að vinna úr. Hún er á því að leiðtogar landsins séu í minna mæli að taka ákvarðanir byggðar á tilfinningum.

„Haustið er komið með sína heiðbláu daga sem færir okkur kraft til að umbreytast og þroskast. Þennan kraft finnum við sterkt núna,“ segir Sonja sem hefur um árabil unnið hjá HR Monitor.

„Fyrirtækið var stofnað fyrir 14 árum af Gunnhildi Arnardóttur og Trausta Harðarsyni. „Þau höfðu bæði verið stjórnendur í atvinnulífinu sem töldu sig ekki hafa mælaborð og yfirsýn yfir mannauðsmálin eins og þau vildu. Þau leystu það verkefni með HR Monitor og fundu fljótt út úr því að fleiri vildu nýta sér mælitækið. Fyrirtækið hefur stækkað jafnt og þétt

...