Bústaðavegur Umferð er oft með þéttasta móti á stofnbrautum borgarinnar og veldur töfum.
Bústaðavegur Umferð er oft með þéttasta móti á stofnbrautum borgarinnar og veldur töfum. — Ljósmynd/Ómar Óskarsson

Fólk er svolítið hissa á nýlegri framkvæmd Vegagerðarinnar á Sæbraut þar sem verið er að setja niður vegrið fast út við akbrautina á kafla þar sem fyrirhugað er að brjóta niður veginn, en það kom fram hjá upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, G. Pétri Matthíassyni, í sjónvarpinu 29. september síðastliðinn að það ætti að hefja þessa framkvæmd árið 2027.

Að mínu mati ætti Vegagerðin að leggja bann við vinstri beygju bifreiða á mótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. Við það er líklegt að mótstaða borgarinnar við mislæg gatnamót myndi minnka og hægt yrði að ráðast í framkvæmd sem myndi hafa raunveruleg áhrif í þá átt að draga úr umferðarþunga á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Það er sannarlega tímabært að ráðast í aðgerðir gegn þeim vanda.

Vestlendingur.