Það er lítil skynsemi í að leggja flugvöll steinsnar frá eldsumbrotum

Eftir eldsumbrot undanfarinna ára á Reykjanesskaga hefði mátt ætla að sjálfhætt væri við vangaveltur um að leggja flugvöll í Hvassahrauni og það yrði talin sóun á almannafé að setja meiri kostnað í mat á forsendum þess að gera það.

Það vakti því furðu þegar stýrihópur um málið skilaði
í fyrradag frá sér þeirri niðurstöðu að engin ástæða væri til að útiloka flugvöll í Hvassahrauni.

„Miðað við þau gögn og niðurstöðu sem við höfum þá er ekkert sem segir að ekki sé skynsamlegt að halda áfram að skoða þetta svæði og það væri rangt að útiloka það,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður stýrihópsins, þegar niðurstöðurnar voru kynntar. Þarna vekja tvö orð athygli, „skynsamlegt“ og „rangt“. Það hefði farið betur á að víxla þeim í setningunni.

Í skýrslunni

...