Fasteignasali sem Morgunblaðið ræddi við sagði vissa hugarfarsbreytingu að eiga sér stað á fasteignamarkaði á Íslandi. Kaupendur nýrra íbúða væru farnir að venjast því að ekki fylgdi sérmerkt stæði með íbúðum
Þverholt 13 Alls 25 bílastæði fylgja með 38 íbúðum í húsinu.
Þverholt 13 Alls 25 bílastæði fylgja með 38 íbúðum í húsinu.

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Fasteignasali sem Morgunblaðið ræddi við sagði vissa hugarfarsbreytingu að eiga sér stað á fasteignamarkaði á Íslandi. Kaupendur nýrra íbúða væru farnir að venjast því að ekki fylgdi sérmerkt stæði með íbúðum. Það ætti til dæmis við um flestar íbúðanna í Bríetartúni, á Austurhöfn og á Kirkjusandi.

Annar fasteignasali sagði hins vegar að margir kaupendur teldu það mikinn ókost ef bílastæði fylgdi ekki með íbúð. Íbúðir án stæða væru töluvert þyngri í sölu. Þá benti hann á að hátt hlutfall kaupenda á nýjum íbúðum í miðborginni væri eldra fólk. Það kynni að hafa sitt að segja.

Tilefnið er að nú eru til sölu íbúðir á nokkrum reitum þar sem bílastæði fylgja ýmist ekki með íbúðum eða aðeins með hluta þeirra. Þetta eru ekki

...