„Nú eru menn að leggjast á árarnar til að reyna sitt ýtrasta til að bjarga starfseminni sem var í Skaganum 3X hér á Akranesi. Það er mikilvægt að þessi gjörningur hafi farið fram og fasteignirnar komnar á þessa hönd, sem auðveldar síðan…

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

„Nú eru menn að leggjast á árarnar til að reyna sitt ýtrasta til að bjarga starfseminni sem var í Skaganum 3X hér á Akranesi. Það er mikilvægt að þessi gjörningur hafi farið fram og fasteignirnar komnar á þessa hönd, sem auðveldar síðan áframhaldið,“ segir Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri á Akranesi, í samtali við Morgunblaðið.

Hann var spurður álits á því að Íslandsbanki leysti til sín það atvinnuhúsnæði í eigu Grenja sem hýsti starfsemi Skagans 3X á Akranesi, en fyrirtækið fór í þrot í byrjun júlí sl.

„Ég er vongóður um að nú takist að mynda góðan eigendahóp um endurreisn á starfsemi Skagans 3X, þótt sú endurreisn fari hægar af stað en vonast var til í sumar af því að svo langt er um liðið frá því fyrirtækið fór í þrot.

...