Sprengingar Vopnuð lögregla við sendiráð Ísraels í Kaupmannahöfn.
Sprengingar Vopnuð lögregla við sendiráð Ísraels í Kaupmannahöfn. — AFP/Emil Helms

Sænska öryggislögreglan Säpo sagði í gær að Íran kynni að hafa tengst sprengingum og skothríð við sendiráð Ísraels í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn í vikunni.

Lögreglan í Kaupmannahöfn handtók þrjá unga Svía eftir að tvær handsprengjur voru sprengdar við sendiráð Ísraels á Austurbrú í borginni. Daginn áður var skotið á sendiráð Ísraels í Stokkhólmi en enginn hefur verið handtekinn vegna þess.

Á blaðamannafundi í Stokkhólmi í gær sagði Fredrik Hallström, yfirmaður aðgerða hjá Säpo, að ýmislegt kynni að benda til þess að Íran tengdist þessum atburðum.

„Að hluta til vegna þess hvar þetta gerðist og einnig hvernig, en það byggist frekar á getgátum en beinni vitneskju,“ sagði hann.

Säpo sagði í maí að Íranar reyndu að

...