Við eigum að fagna því að aldraðir hafi það gott „að meðaltali“. Það á ekki við um tugi þúsunda eldri borgara þessa lands.
Sigurður Ágúst Sigurðsson
Sigurður Ágúst Sigurðsson

Sigurður Ágúst Sigurðsson

Fjárlagafrumvarpið sem nú er til umræðu á Alþingi gerir ráð fyrir því að frítekjumarkið til handa þeim sem aðeins fá greitt frá TR (ekki greitt úr lífeyrissjóðum) hækki úr 25.000 kr. í 36.000 kr. á mánuði. Fjármálaráðherra talar um 46% hækkun eða 11.000 kr. á mánuði.

Þetta frítekjumark hefur ekki hækkað í átta ár að raungildi. Á sama tíma hefur launavísitala frá janúar 2017 til júlí 2023 hækkað um 70%. Eftir þessa hækkun vantar því 6.500 kr. á mánuði til að jafna 25.000 kr. frítekjumarkið frá 2017 til dagsins í dag. Allar tölur eru fyrir skatt. Landssamband eldri borgara (LEB) hefur barist af veikum mætti fyrir hækkun á frítekjumarkinu upp í 100.000 kr. á mánuði. Það vantar því töluvert upp á að réttlætið nái fram að ganga.

Þrátt fyrir þjóðarsáttarsamninga í byrjun árs

...