Magnús Gunnar Karlsson átti sannkallaðan stórleik í marki Gróttu þegar liðið hafði betur gegn ÍBV, 32:30, í 5. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik á Seltjarnarnesi í gær en með sigrinum tyllti Grótta sér á toppinn í deildinni
Gegnumbrot Seltirningurinn Ágúst Ingi Óskarsson sækir að Eyjamanninum Elíasi Þór Aðalsteinssyni í leik Gróttu og ÍBV á Seltjarnarnesi í gær.
Gegnumbrot Seltirningurinn Ágúst Ingi Óskarsson sækir að Eyjamanninum Elíasi Þór Aðalsteinssyni í leik Gróttu og ÍBV á Seltjarnarnesi í gær. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Handboltinn

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Magnús Gunnar Karlsson átti sannkallaðan stórleik í marki Gróttu þegar liðið hafði betur gegn ÍBV, 32:30, í 5. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik á Seltjarnarnesi í gær en með sigrinum tyllti Grótta sér á toppinn í deildinni.

Magnús Gunnar gerði sér lítið fyrir og varði 21 skot í leiknum, þar af eitt vítakast, en markvörðurinn var með 41% markvörslu.

Þetta var fjórði sigur Gróttu á tímabilinu en liðið er með 8 stig í efsta sætinu og á leik til góða á FH sem er í 2. sæti. Eini tapleikur liðsins var gegn Fram í 3. umferðinni. ÍBV er með 5 stig í 7. sæti en liðið hefur skort stöðugleika í fyrstu umferðunum og unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli og tapað tveimur

...