Sóttvarnalæknir hefur birt gagnvirkt mælaborð á heimasíðu embættis landslæknis með tölulegum upplýsingum um lekanda og klamydíu til þess að auka aðgengi að þessum gögnum. Er þetta gert vegna aukinnar tíðni kynsjúkdóma hér á landi og víðar.

Upplýsingar byggjast á gögnum úr smitsjúkdómaskrá sem eiga uppruna sinn á rannsóknarstofum. Fram kemur þar að tilfelli lekanda voru um síðustu mánaðamót orðin 236 á þessu ári en á öllu síðasta ári greindust alls 338 tilfelli og tvöfaldaðist fjöldinn þá frá árinu á undan. Þá höfðu greinst 1.437 klamydíutilfelli í lok september í ár borið saman við 1.935 í fyrra.

Fram kemur í nýlegum Farsóttafréttum landlæknisembættisins að tilfellum lekanda hafi fjölgað víðar en á Íslandi en Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins hafi vakið athygli á mikilli aukningu á lekanda auk klamydíu og sárasótt í ríkjum

...