Nýliðar KR fara afar vel af stað í úrvalsdeild karla í körfuknattleik en liðið gerði sér lítið fyrir og lagði Tindastól að velli, 94:85, í 1. umferð deildarinnar á Sauðárkróki í gær. Leikurinn var mjög kaflaskiptur
30 KR-ingurinn Linards Jaunzems sækir að Sauðkrækingum á Sauðárkróki í gær en Lettinn gerði sér lítið fyrir og skoraði 30 stig í leiknum.
30 KR-ingurinn Linards Jaunzems sækir að Sauðkrækingum á Sauðárkróki í gær en Lettinn gerði sér lítið fyrir og skoraði 30 stig í leiknum. — Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Körfuboltinn

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Nýliðar KR fara afar vel af stað í úrvalsdeild karla í körfuknattleik en liðið gerði sér lítið fyrir og lagði Tindastól að velli, 94:85, í 1. umferð deildarinnar á Sauðárkróki í gær.

Leikurinn var mjög kaflaskiptur. KR leiddi með þremur stigum að fyrsta leikhluta loknum, 20:17, og var staðan 43:28, KR í vil, í hálfleik. Sauðkrækingar voru hins vegar mun sterkari í þriðja leikhluta þar sem þeir skoruðu 37 stig gegn 19 stigum KR og leiddu Sauðkrækingar með þremur stigum að þriðja leikhluta loknum, 65:62. KR-ingar reyndust hins vegar sterkari í fjórða leikhluta og fögnuðu sigri.

Linards Jaunzems skoraði 30 stig og tók 11 fráköst fyrir KR. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson gerði 14 stig, tók

...