Fjöldi fólks lagði leið sína í Háskólabíó í gærkvöldi þar sem fram fóru góðgerðartónleikar til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur sem lést í kjölfar árásar á Menningarnótt. Allur ágóði af tónleikunum rennur í minningarsjóð Bryndísar Klöru en…
— Morgunblaðið/Eggert

Fjöldi fólks lagði leið sína í Háskólabíó í gærkvöldi þar sem fram fóru góðgerðartónleikar til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur sem lést í kjölfar árásar á Menningarnótt. Allur ágóði af tónleikunum rennur í minningarsjóð Bryndísar Klöru en verndari sjóðsins er Halla Tómasdóttir forseti Íslands. Einvala lið tónlistarmanna kom fram á tónleikunum og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir var kynnir.