Oftast stendur ástríða án þess að forsetning fylgi. En þegar þess þykir þurfa er von að spurt sé: Hvaða forsetning? Við stutta leit finnst ástríða til e-s, ástríða á e-u, ástríða fyrir e-u og ástríða gagnvart e-u

Oftast stendur ástríða án þess að forsetning fylgi. En þegar þess þykir þurfa er von að spurt sé: Hvaða forsetning? Við stutta leit finnst ástríða til e-s, ástríða á e-u, ástríða fyrir e-u og ástríða gagnvart e-u. Sjálfur heldur maður mest upp á til og á, – hugsanlega fyrir áhrif frá samheitum eins og girnd.