Bókaforlagið Drápa gefur út tvær nýjar skáldsögur fyrir jólin, spurningabók ætlaða fjölskyldunni og sögu Rauða krossins á Íslandi. Skúli Sigurðsson sendir frá sér nýtt verk sem nefnist Slóð sporðdrekans
Birgitta Björg Guðmarsdóttir
Birgitta Björg Guðmarsdóttir

Bókaforlagið Drápa gefur út tvær nýjar skáldsögur fyrir jólin, spurningabók ætlaða fjölskyldunni og sögu Rauða krossins á Íslandi.

Skúli Sigurðsson sendir frá sér nýtt verk sem nefnist Slóð sporðdrekans. Um er að ræða sögu um „örvæntingarfullan föður á framandi slóðum, sex byssukúlur og úlfa í sauðargærum“, segir í kynningartexta. „Slóð sporðdrekans er æsispennandi, ógnarhröð og heldur lesandanum í algerri óvissu til söguloka.“

Skáldsagan Moldin heit eftir Birgittu Björgu Guðmarsdóttur fjallar um ástina, listina, sorg og missi. „Hér er á ferðinni feikisterk skáldsaga frá nýrri og spennandi rödd í íslenskum bókmenntaheimi,“ segir útgefandi. Birgitta Björg hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir

...