Embætti ríkissáttasemjara þarf að búa við eðlilega umgjörð

Teitur Björn Einarsson, ásamt nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um stöðu og valdheimildir ríkissáttasemjara. Tildrög frumvarpsins eru án efa sú atburðarás sem varð snemma árs í fyrra og rakin er í greinargerð frumvarpsins, þegar ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu en stéttarfélagið Efling neitaði að afhenda kjörskrá og kom þannig í veg fyrir að tillagan næði fram að ganga.

Fram kemur hjá flutningsmönnum að staða ríkissáttasemjara annars staðar á Norðurlöndum sé mun sterkari en hér á landi. Ætla má að þetta eigi sinn þátt í að kjaraviðræður taki lengri tíma hér á landi og verði að auki til að ófriður á vinnumarkaði er of mikill hér.

Veik staða íslenska ríkissáttasemjarans er sérstaklega sérkennileg þegar horft er til þess hve óvenjulega sterk staða

...