Skot Franski línumaðurinn Ludovic Fabregas reynir skot að marki Magdeburg í úrslitaleiknum í Kaíró í gær en hann skoraði níu mörk í leiknum.
Skot Franski línumaðurinn Ludovic Fabregas reynir skot að marki Magdeburg í úrslitaleiknum í Kaíró í gær en hann skoraði níu mörk í leiknum. — Ljósmynd/Veszprém

Bjarki Már Elísson og liðsfélagar hans í ungverska handknattleiksfélaginu Veszprém eru heimsmeistarar félagsliða eftir dramatískan sigur gegn Magdeburg frá Þýskalandi í úrslitaleik keppninnar í Kaíró í Egyptalandi í gær.

Leiknum lauk með naumum eins marks sigri Veszprém, 34:33, eftir framlengdan leik en staðan að loknum venjulegum leiktíma var 28:28.

Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn en staðan í hálfleik var 14:13, Magdeburg í vil. Ómar Ingi Magnússon skoraði sjö mörk fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Kristjánsson þrjú en Bjarki Már Elísson komst ekki á blað hjá Veszprém í gær.

Þetta er í þriðja sinn sem Bjarki Már verður heimsmeistari með félagsliði sínu en hann vann keppnina tvívegis þegar hann lék með Füchse Berlín í Þýskalandi.

...