Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir myndlistarkona opnaði á dögunum sína sjöttu einkasýningu, Strengi, í Mjólkurbúðinni – sal Myndlistarfélagsins á Akureyri. Þar sýnir hún þrettán skúlptúrísk verk þar sem hún leitast við að kanna mörkin á milli…
Lagskipt Anna vinnur verkin í lögum þar sem hún handsker ræmur.
Lagskipt Anna vinnur verkin í lögum þar sem hún handsker ræmur.

María Margrét Jóhannsdóttir

mariamargret@mbl.is

Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir myndlistarkona opnaði á dögunum sína sjöttu einkasýningu, Strengi, í Mjólkurbúðinni – sal Myndlistarfélagsins á Akureyri. Þar sýnir hún þrettán skúlptúrísk verk þar sem hún leitast við að kanna mörkin á milli listmiðla á borð við málverk, textíl og skúlptúr.

„Verkin mætti kalla handverk, þau eru fíngerð og mikið dútl. Einhverra hluta vegna hef ég mikla þörf til þess að vinna með höndunum. Formin eru abstrakt geómetrísk, oft á tíðum með „optísku“ ívafi en það sem einna helst einkennir verkin eru hreyfing og endurtekning í samhengi við staðsetningu áhorfandans í tíma og rúmi. Verkin eru því að einhverju leyti gagnvirk þar sem áhorfandinn tekur þátt í að skapa þau með sinni

...